Jaipur – Delhi

Posted on

Dagur 124:

Siminn var bara alveg batteríslaus í gær þegar ég ætlaði að fara að blogga – þannig þið fáið blogg núna fyrir gærdaginn og annað í kvöld fyrir daginn í dag ☺

Gærdagurinn var svosem ekkert neitt rosalega merkilegur. Það er um 7 tíma keyrsla frá Jaipur til Delhi þannig að það var fyrsta verk dagsins.

Hérna í Delhi gistum við aftur á sama  hóteli og síðast sem er bara mjög fínt. Seinni partinn kíktum við aðeins út – fórum og fengum okkur að borða (ég skellti í indverskar McDonald’s franskar) og röltum aðeins um markaðinn. Síðan var tekið smá powernap upp á hóteli áður en við fórum út að borða.

Kvöldið var ótrúlega notalegt. Vorum að borða saman sem hópur í síðasta skipti og nutum þess bara í botn. Fengum okkur drykki og góðan indverskan mat og sátum bara og hlógum og höfðum þá næs. Ekki skemmdi fullkomið hvítlauks nan brauð fyrir og virkilega góður butter kjúklingur 🙂

Um kvöldið settumst við svo niður á veitingastaðnum á hótelinu – spjölluðum og sumir sötruðu á einhverju áfengu. Fórum þó niður á misjöfnum tíma, ég var líklega komin í rúmið um ellefu – Jökull eitthvað seinna…

Það er samt tvennt sem ég ætlaði að segja ykkur í síðasta bloggi en gleymdi.

Í fyrsta lagi er monsoon tímabil núna í Indlandi – það er að segja, rigningartímabil. Við erum samt búin að vera svo ótrúlega heppin að það hefur nánast ekkert rignt á okkar. Það kom smá klukkutíma demba seinni daginn í Jaipur – sem varð reyndar alveg til þess að það var allt á floti um allar götur. Mynduðust nánast heljarinnar ár eftir götunum.. Mjög áhugavert að sjá.

Í öðru lagi þá er alveg ótrúlegt hvað maður sér mikið af dýrum út um allt hérna! Einn daginn sá ég á götunum: kýr (auðvita, þær eru allstaðar og gera nákvæmlega það sem þær vilja), kamel, hesta, asna, apa, hunda, svín, cobra slöngur (samt ekki frjálsar) og fíl.. Já þetta finnst allt saman inn um mannmergðina á götum Indlands.

Í síðasta lagi skilum við innilegu kveðjum til Kristjáns og Leifs. Við vonum og vitum að dagurinn ykkar hefur verið yndislegur umvafin ættingjum og ástvinum. Til hamingju með ykkur ❤

Ástarkveðjur heim, Gunnhildur (&Jökull)

About Gunnhildur

Í eilífðri leit að ævintýrum og von um að sjá heiminn allan.

Leave a comment