RSS Feed

Blogg fyrir áhyggjufulla ættingja og aðra rosa áhugasama vol. 3

Jæja – þá er enn ein ferðin í þann mund að skella á.

Þetta verður 5 vikna heilsu/dekurferð fyrir sjálfa mig þar sem planið er að fá smá frí og aftengjast aðeins! Þess vegna mun ég ekki blogga á meðan á ferðinni stendur en ákvað þó að setja inn blogg með ferðayfirliti fyrir áhyggjufullar frænkur.

Ferðin hefst þann 23. janúar með flugi til London, þaðan til Doha og að lokum lendi ég í Kathmandu í Nepal kl. 10.30 að staðartíma þann 24. janúar. Nepal er 5 tímum og 45 mínútum á undan íslenskum tíma þannig ég verð vonandi komin upp á hótel þegar fólk fer á stjá hér á Íslandi 24. janúar.

Næstu þremur dögum verður eytt í Kathmandu í að “brasa” smá (ömmusystrunum fannst ég full róleg þegar ég talaði um að ég þyrfti að brasa smá í Nepal áður en ég leggði af stað í gönguna)

Planið sem ég hef fengið sent fyrir Everest gönguna hljómar svona:

 • Þann 26. janúar hitti ég hópinn sem ég mun ganga með upp á grunnbúðum Everest.
 • 27. janúar hefst gangan. Við byrjum á að fljúga til Lukla og þaðan göngum við um 7 km til Phakding. Hæð: 2652 metrar.
 • 28. janúar göngum við um 9 km til Namche Bazaar sem er víst stærsti bærinn á leiðinni upp – þar verð ég í netsambandi og lofa að láta vita af mér. Við gistum í tvær nætur í Namchee Bazaar til að venjast andrúmsloftinu. Hæð: 3440 metrar.
 • 30. janúar höldum við áfram. Þann daginn verða gengnir um 9 km að Thyangboche. Hæð: 3810 metrar.
 • 31. janúar förum við um 8 km og komum að Dingboche. Þar verður aftur gist í tvær nætur til að venjast andrúmsloftinu. Hæð: 4410 metrar.
 • 2. janúar hefst gangan á ný með 7 km þar sem við endum í Lobuche. Hæð: 4900 metrar.
 • Fyrir hádegi þann 3. janúar verður gengið um 6 km að Gorak Shep. Hæð: 5184 metrar. Eftir hádegi verður svo tekin um fjagra tíma ganga og haldið áfram upp að grunnbúðum Everest. Hæð: 5300 metrar. Sama dag verður gengið aftur niður að Gorak Shep þar sem við gistum um nóttina.
 • 4. janúar verður tekinn snemma, gengið í um 2 tíma að Kala Pattar og Everest séð í sólarupprás. Að því loknu hefst niðurleiðinn á 15 km göngu að Pheriche. Hæð: 4270 metrar. 
 • 5. janúar verður gengið í um 6 tíma að Thyangboche. Hæð: 3810 metrar.
 • 6. janúar göngum við litla 17 km að Monjo. Hæð: 2835 metrar.
 • 7. janúar er síðasti göngudagurinn. Eftir 16 km göngu endum við aftur í Lukla þar sem við gistum eina nótt. Hæð: 2860.
 • 8. janúar fljúgum við til baka til Kathmandu.

Eftir að göngunni lýkur á ég nokkra daga í Kathmandu. Sé til hversu mikið ég þarf að sofa eftir ferðina en annars mun ég líklega nota þá í að skoða aðeins borgina og jafnvel taka einn ekta túristadag og skoða hof og þess háttar.

11. febrúar yfirgef ég Nepal og held áfram til Tælands. Ég verð komin til Chiang Mai (með millilendingu í Bangkok) um kl. 22.15 að staðartíma. Tæland er 7 tímum á undan Íslandi þannig ég verð þar seinni partinn 11. febrúar á íslenskum tíma. Daganna 11. – 17. febrúar verð ég í tælenskum nuddskóla í Chiang Mai. Þar verður kennt alla daga frá 9-17 þannig ég reikna ekki með að gera mikið annað í Tælandi, enda ferðast þar um áður en náði bara ekki nuddskólanum í það skiptið.

17. febrúar held ég áfram til Maldíveyja. Ég lendi á Male (einni eyjunni) kl. 10.10 þann 17. febrúar og flýg þaðan áfram til Kadhdhoo (önnur eyja) þar sem ég mun eyða næstu 6 dögum. Maldíveyjar eru 5 tímum á undan Íslandi. Ég geri ráð fyrir að lífið á Maldíveyjum verið bara frekar auðvelt. Dagskráin þar samanstendur af 90 mínútna jóga á morgnanna – fríum tíma sem er til dæmis hægt á nýta í köfun, snorkl, lestur, sólbað eða slökun – 90 mínútna jóga í enda dags.

Þann 22. febrúar lík ég svo Asíu hluta ferðarinnar og held áfram til Amsterdam þar sem ég ætla að hitta Maríu – og Valdimar verður þar líka fyrir tilviljun svo vonandi rekst maður á hann.

Eftir góða helgi í Amsterdam liggur svo leiðin heim. Við María lendum á Íslandi þann 26. febrúar kl. 13.55 og ef veður- og AirIcelandConnect-guðirnir leyfa verðum við komnar heim í norðrið kl. 18 sama dag.

Þessi ferð verður styttri en hinar tvær, en vonandi á engan hátt síðri. Ég get allavega ekki beðið eftir að sjá Everest, læra tælenskt nudd og kafa á Maldíveyjum!

 

Delhi – Abu Dhabi – London – Gautaborg – Boras – Kristinehamn

Posted on

Já, við erum á lífi. Biðst afsökunar á að hafa ekki bloggað neitt í langan tíma en það er bara búið að vera svo margt annað að gera ☺

Býst líka við að þetta verði síðasta bloggi í þessari reisu – næstu dagar verða bara teknir í rólegheitum með fjölskyldunni – yndislegt en ekki bloggvænt.. Þess vegna langar mig að þakka öllum sem hafa lesið þetta, það er svo gaman að vita að fólk hafi áhuga.

Dagur 125:

Siðasta daginn í Delhi nýttum við allan í molli – svona eftir að maður var búin að sofa út og pakka og svona. Við ætluðum sko heldur betur að nýta okkur þetta ódýra ódýra verð sem var í Indlandi og versla af okkur rassgatið.. Komum út með tvo boli.. Maður eyðir allavega ekki pening á meðan.

Um klukkan sjö lögum við svo af stað út á flugvöll – áttum reyndar ekki flug fyrr en kl. 04:50 en við týmum tæplega að borga heila nótt á hóteli til að geta sofið fram að miðnætti. Höfðum bara hugsað okkur að fara á flugvöllinn, finna okkur sæti og hafa það næs. Það gekk auðvita ekki.. Þeir nefnilega hleypa ekki inn á flugvöllinn í Delhi nema það séu mest 6 tímar í flugið þitt. Þannig við fengum að hanga niðri í komusalnum næstu tímanna.. Það er ekkert sérstaklega margt spennandi í komusalnum á flugvellinum í Delhi. Eitt má hann þó eiga – það er spa þar sem var mjög kærkomin. Þar skelltum við okkur bæði í sturtu og ég kíki jafnvel í smá nudd.. Eins og alltaf.

Dagur 126:

Eftir smá leiðindi í verðinum fengum við loksins að komast inn á sjálfan flugvöllinn. Þar tók við um tveggja tíma bið með smá dotti þangað til við máttum tjekka okkur inn. Þá tók aftur við rúmlega tveggja tíma bið með smá dotti þangað til við máttum fara í vélina. Og svona aðeins til að bæta á stressið var auðvita smá seinkun á þessu fyrsta flugi sólarhringsins – sem þýddi að við yrðum tæp í næsta flug. Það hafðist þó.

Fyrsta flugið var tæpir fjórir tímar sem ég svaf nokkuð ljúflega í gegnum – ekki hægt að segja það sama um Jökul. Um 07.20 vorum við lent í Abu Dhabi og þá var bara klukkutími í að næsta vél færi – þannig það varð bara að flýta sér! Við náðum alla leið á réttum tíma, vorum komin út í vél rúmlega átta tilbúin í næsta flug. Lögðum samt ekki af stað fyrir en um 9 þar sem einhver vitleysingur hafði tjekkað inn töskurnar sínar og ákveðið svo að mæta ekki í flug þannig það varð að finna þær og ferja úr flugvélinni aftur.

Næstu sjö tímanna horfðum við á ágætis magn af myndum, fengum ágætis morgunmat og reyndum að láta fara jafn vel um okkur og hægt var.

Þegar við lentum á Heathrow í London þurftum við að byrja á að sækja töskurnar okkar þar sem við höfðum ekki getað tjekkað okkur inn alla leið. Þegar við fórum svo að leita af því frá hvaða terminal Norwegian air tjekkaði inn áttum við í erfiðleikum með að finna það.. Þegar nánar var að gáð áttum við nefnilega flug frá Gatwick. Þaaaannig þá var stressið að reyna að komast á næsta flugvöll og tjekka okkur inn og komast í vélina á rúmum fimm tímum. Það hafðist samt auðvita.

Það tók ekki nema tæpa tvo tíma að fljúga til Gautaborgar en ég steinrotaðist svo sannarlega á þeim tveimur tímum. Enda ekki náð miklum svefni.

Síðustu klukkutímar ferðalagsins urðu síðan ekki síður áhugaverðir en aðrir hlutar þess. Við tókum flugrútuna inn í borgina – og á leiðinni var skotið á rútuna. Líklega hefur það bara verið úr loftbyssu en samt sem áður, það koma rosalegur hvellur sem hefur brotið ytra glerið í rúðunni og það gjörsamlega splundraðist.

Eftir fjóra mánuði var síðan alveg ótrúlega ljúft að hitta aftur fjölskylduna! Maður var nú alveg farin að sakna þeirra. Og ekki skemmdi það fyrir að leggjast síðan stuttu eftir miðnætti upp í yndislega mjúkt rúm eftir að hafa verið meira en minna vakandi síðustu 42 klukkustundirnar og búin að vera á ferðalagi síðustu 32! Svefninn var virkilega velkominn!

Dagur 127:

Liseberg var auðvita eins og alltaf frábært! Þar hittum við ömmu og stelpurnar hennar Súsönnu – Lottu, Johann og krakkanna þeirra. Fyrir tilviljun var Richard bróðir mömmu líka í Liseberg þannig við náðum aðeins að heilsa upp á hann.

Dagurinn var yndislegur – hlupum á milli tækja, borðuðum popp, hlógum og nutum þess svo sannarlega að vera saman! Ég elska Liseberg.

Dagur 128:

Í dag lögðum við af stað upp til Kristinehamn þar sem amma býr. Byrjuðum samt á að hitta Richard og fjölskylduna hans á kaffihúsi og náðum að spjalla aðeins – Liseberg var eiginlega of mikið geðveiki til að það væri hægt þar.

Á leiðinni til Kristinehamn stoppuðum við svo í Boras þar sem Lotta býr. Ji hvað það var frábært! Hún býr á yndislegum stað rétt fyrir utan bæinn – í svona ekta gulu sænsku húsi með risa stóran garð. Virkilega virkilega fallegur staður.

Kristinehamn tók svo yndisleg á móti okkur og Súsanna með sína gull fallegu kúlu 😍😍 Það er ekki hægt að segja annað en að ég hlakki afskaplega mikið til að eiga kósí viku hérna í Kristinehamn áður en raunveruleikinn tekur við eftir versló..

Dagur 129:

Í dag gerðum við nákvæmlega ekkert. Og það var bara virkilega ljúft. Nutum þess bara að vera með ömmu, Súsönnu og fjölskyldunni.
Sváfum lengi, fórum í kaffi, kíktum í búðina og höfðum það notalegt. Við búumst við að eiga afskaplega góða daga framundan.

Þessi ferð er búin að vera gjörsamlega yndisleg. Það hefur einhvernvegin allt gengið upp og ekkert klikkað. Við erum búin að njóta þess svo að gera þetta saman – læra á svo margt og kynnast hvort öðru betur. Við gætum ekki verið ánægðari með að vera svo heppin að hafa tækifæri til að hafa farið í þessa ferð og getað lifað svona í 4 mánuði. Við eigum klárlega eftir að sjá fullt fullt af fleiri stöðum í heiminum saman ☺

Ástarkveðjur heim, Gunnhildur (&Jökull) ❤

image

Jaipur – Delhi

Posted on

Dagur 124:

Siminn var bara alveg batteríslaus í gær þegar ég ætlaði að fara að blogga – þannig þið fáið blogg núna fyrir gærdaginn og annað í kvöld fyrir daginn í dag ☺

Gærdagurinn var svosem ekkert neitt rosalega merkilegur. Það er um 7 tíma keyrsla frá Jaipur til Delhi þannig að það var fyrsta verk dagsins.

Hérna í Delhi gistum við aftur á sama  hóteli og síðast sem er bara mjög fínt. Seinni partinn kíktum við aðeins út – fórum og fengum okkur að borða (ég skellti í indverskar McDonald’s franskar) og röltum aðeins um markaðinn. Síðan var tekið smá powernap upp á hóteli áður en við fórum út að borða.

Kvöldið var ótrúlega notalegt. Vorum að borða saman sem hópur í síðasta skipti og nutum þess bara í botn. Fengum okkur drykki og góðan indverskan mat og sátum bara og hlógum og höfðum þá næs. Ekki skemmdi fullkomið hvítlauks nan brauð fyrir og virkilega góður butter kjúklingur 🙂

Um kvöldið settumst við svo niður á veitingastaðnum á hótelinu – spjölluðum og sumir sötruðu á einhverju áfengu. Fórum þó niður á misjöfnum tíma, ég var líklega komin í rúmið um ellefu – Jökull eitthvað seinna…

Það er samt tvennt sem ég ætlaði að segja ykkur í síðasta bloggi en gleymdi.

Í fyrsta lagi er monsoon tímabil núna í Indlandi – það er að segja, rigningartímabil. Við erum samt búin að vera svo ótrúlega heppin að það hefur nánast ekkert rignt á okkar. Það kom smá klukkutíma demba seinni daginn í Jaipur – sem varð reyndar alveg til þess að það var allt á floti um allar götur. Mynduðust nánast heljarinnar ár eftir götunum.. Mjög áhugavert að sjá.

Í öðru lagi þá er alveg ótrúlegt hvað maður sér mikið af dýrum út um allt hérna! Einn daginn sá ég á götunum: kýr (auðvita, þær eru allstaðar og gera nákvæmlega það sem þær vilja), kamel, hesta, asna, apa, hunda, svín, cobra slöngur (samt ekki frjálsar) og fíl.. Já þetta finnst allt saman inn um mannmergðina á götum Indlands.

Í síðasta lagi skilum við innilegu kveðjum til Kristjáns og Leifs. Við vonum og vitum að dagurinn ykkar hefur verið yndislegur umvafin ættingjum og ástvinum. Til hamingju með ykkur ❤

Ástarkveðjur heim, Gunnhildur (&Jökull)

Jaipur

Posted on

Dagur 123:

Indland heilla mig. Þessi staður sem mig hefur dreymt um að koma til jafn lengi og ég man eftir mér hefur ekki valdið vonbrigðum. Næst verð ég bara að fá meiri tíma hérna..

Í dag byrjuðum við daginn snemma á að fara og kíkja á annað virki. Ég get svosem alveg viðurkennt að spennan var ekkert rosalega í hópnum, enda búin að sjá alveg þó nokkur virki. Þetta reyndist þó vera eitthvað allt annað en við höfum séð hingað til.

Í fyrsta lagi er virkið riisa stórt. Í öðru lagi er það byggt í frábærri náttúru. Og í þriðja lagi lá það upp um fjöll, myndaði veggi sem líktust einna helst Kína múrnum. Frekar töff!

Eftir góðan klukkutíma þar með guide útskýrði allt fyrir okkur kíktum við á konunglegt safn og húsið sem konungsfjölskyldan býr í. Það er semsagt ennþá konungsfjölskylda hérna í Jaipur. Hún hefur þó ekkert vald, engin áhrif heldur er bara afkomendur fyrri konunga (sem þá höfðu völd) en hafa núna í raun ekkert nema titlana.

Seinni partinn kíktum við á markaðinn.. Sem var satt best að segja ekkert frábær. Við allavega fórum bara frekar hratt í gegnum hann og eyddum engum rúpínum – sem er svosem bara ágætt.

Kvöldið var líklega hápunktur dagsins þó! Við komumst loksins á matreiðslunámskeið eins og okkur langaði. Þetta námskeið var haldið í heimahúsi, hjá indverskri fjölskyldu sem bauð okkur velkomin inn á heimilið sitt. Þau eru með mjög notalegan garð þar sem við sátum og eru búin að setja upp eldunaraðstöðu úti þar sem við fylgdumst með, lærðum og fengum að prófa. Og vá hvað þetta var góður matur! Heimatilbúinn indverskur matur, mmm. Þetta var að mestu leyti bara sýnikennsla en við fengum þó að prófa smá – og fengum fullt af uppskriftum þannig vonandi getum við nýtt okkur þetta þegar við komum heim 🙂 Það var líka ótrúlega gaman að fylgjast aðeins með meira heimilislífi en við höfum séð hingað til!

Ég er ekki tilbúin til að yfirgefa Indland.

Ég er aftur á móti tilbúin í svefn.. Klukkan að verða 12 og ég ætla vakna snemma í fyrramálið til að pakka……

Ástarkveðjur heim, Gunnhildur (&Jökull)

Jaipur

Posted on

Dagur 122:

Ókei í dag var enn ein rútuferðin. Við lögðum af stað um átta leitið og eftir rúmlega tveggja tíma keyrslu komum við að litlu þorpi. Þar sáum við aðeins meira af þessu hversdagslega Indlandi – skólakrakkar allstaðar, kýr allstaðar, fólk allstaðar, ávextir allstaðar. Ástæðan fyrir aðstoð stoppuðum þarna var samt klaustur og fyrrum vatnssöfnunarstaður. Vatnsdæmið var ótrúlega töff, bara fullt fullt af stigum bíður einhverja 100 metra og svo laug í botninum þar sem fólk safnaði áður fyrr saman regnvatni. Það var líka ótrúlega gaman að fara í klaustrið því það er eitt af virkum klaustrum í Indlandi og þar af leiðandi fengum við blessun frá presti og svona punkt á ennið. Mjög áhugavert.

Eftir séra tvo tíma í rútunni vorum við síðan komin til Jaipur. Þar byrjuðum vita á að næra okkur og bíða aðeins eftir að hitinn minnkaði. Um hálf fimm fórum við í smá túr um markaðinn sem heimafólk notar – semsagt krydd, ávaxta, matar, allskonar markað. Það var magnað. Ekkert smá skemmtilegt að labba í gengum þetta og sjá hvað raunverulegt fólk í Indlandi verslar. Sáum líka bara svo mikið af hlutum sem maður býst við að sjá í Indland – fólk allstaðar, bílar allstaðar, rusl allstaðar, kýr allstaðar. Ég elska það. Og, ég elska kýrnar hérna! Þeim er bara svo frábærlega sama um allt – labba um göturnar eins og þær eigi heiminn, hvíla sig á bílum sem eru stopp, liggja í miðri umferðinni til að flugurnar setjist síður á þær. Þetta er fyndið.

Í kvöld fórum við á Bollywood mynd í bíó! Ó vá hvað það var mikil lífsreynsla. Í fyrsta lagi er bíóið bara algjör heimur útaf fyrir sig – riiiiisa stórt, geðveikir veggir, risa skjár, sjúkt anddyri með svona risa stigum, rautt tjald sem fellur niður fyrir skjáinn í hléum. Þetta var magnað. Myndin var líka bara mjög skemmtileg – þó hún hafi bara verið á hindú. Við náðum alveg svona megin söguþráðum og DJ (guideinn okkar) var líka rosa duglegur að skjótast á milli sæta og útskýra aðeins fyrir okkur. Já það er nefnilega þannig að í bíói í Indlandi þarftu ekkert að vera neitt rosa hljóður – mátt alveg tala í símann, börnin blaðra og svo var fólk alltaf að klappa. Þetta var virkilega skemmtilegt!

A morgun er aftur ræs snemma – viðurkenni alveg að ég hlakka smá til að sofa úr í Svíþjóð..

Ástarkveðjur heim, Gunnhildur (&Jökull)

Bharatpur

Posted on

Dagur 121:

I dag héldum við áfram til Bharatpur sem er í um tveggja tíma fjarlægð frá Agra. Á leiðinni þangað stoppuðum við Fatehpur Sikri sem Agbar the great byggði þegar hann réði ríkjum í Indlandi – hann er semsagt einn af múslimsku stjórnendunum. Það tók hann 12 ár að byggja það en eftir aðeins fjögur á eftir yfirgáfu hann og fjölskyldna hans svæðið og færðu sig aftur inn í Agra sjálfa. Síðan þá hefur þetta staðið autt. Fatehpur Sikri er risa svæði með fullt fullt af byggingum, sem hafa því miður mist allan lit. Það var samt mjög gaman að rölta um og sjá það sem eftir stendur.

Agbar the great – sem þýðir í raun great the great þar sem Agbar þýðir great – var giftur þremur konum. Einni múslimskri, einni hindúiskri og einni kristinni. Þetta gerði hann til að sýna fram á að hann virti allar trúr. Sjálfur gerði hann svo tilraun til að stofna sína eigin trú til að stilla til friðar milli ólíkra trúa. Trúin hans gekk út á að það væri einn Guð og misjafnar leiðir til að dýrka hann – semsagt að engin trú væri röng, bara ólík dýrkun á sama guðinum. Það er hugmynd sem mér finnst mjög falleg – en þetta entist ekki eftir dauða hans.

Á leiðinni tilbaka sáum við svo smá byrjun á Eid – sem er hátíðin sem tekur við af Ramadan hjá múslimum. Það var verið að setja upp allskonar tívolítæki (sem litu mjög hættulegt út) og fullt af básum og skemmtilegheit.

Eftir stutta rútuferð vorum við komin á hótelið í Bharatpur þar sem við byrjuðum á að slaka á í loftræstingunni og svo smá sundlaugartíma.

Seinni partinn skelltum við okkur í þjóðgarð hérna rétt hjá (og nei ég veit ekki hvað hann heitir). Hann er aðalega þekktur fyrir mikið fuglalíf. Þar hoppuðum við á hjólin og áttum góðan klukkutíma að hjóla um, skoða náttúruna, fugla og dýr.

Um kvöldið var tekin langþráð sturta og gat ekki staðist freistinguna að fá mér henna tattoo aftur. Síðan horfðum við á rooosalega skrítna brúðusýningi. Og núna erum við að klára borða – svo pakka og sofa!

Ástarkveðjur heim, Gunnhildur (&Jökull)

image

image

Agra

Posted on

Dagur 120:

Já við vorum svo sannarlega vöknuð klukkan fjögur í morgun. Það mætti halda okkur leiddist að sofa út.

Í dag var samt virkilega góð ástæða fyrir því. Við ætluðum að verða fyrst í röðinni að Taj Mahal – og það tók! Opnunartíminn á Taj Mahal fer eftir því hvenær sólin fer upp og niður – Taj opnar og lokar á sama tíma. Í dag opnaði 5.25, við flýttum okkur inn, framhjá fyrsta pallinum og beint að besta myndatökustaðnum. Það má svona eiginlega segja að í 10-15 mínútur höfum við haft Taj Mahal útaf fyrir okkur. Það var fáránlegt!

Taj Mahal var byggð af Shah Jahan sem tákn um ást sína á uppahalds konunni hans eftir að hún lést. Og Taj Mahal er stórkostlegt. Það er klárlega eitt af undrum veraldar. Hvíti marmarinn er miklu fallegri en ég hefði nokkurntímann getað ímyndað mér – stærðin er rosaleg og sólarupprásin gerði þetta allt svo fullkominn.

Við eyddum um tveimur og hálfum tíma í að taka þetta inn og njóta. Magnað alveg hreint.

Eftir Taj Mahal fengum við smá pásu til að fá okkur loksins morgunmat og slaka aðeins á. Tíminn fram að hádegismat var nýttur í að skoða Agra fort – sem var byggt 1500 og eitthvað af þáverandi stjórnanda landsins. Ef ég á að segja alveg eins og er þá erum við búin að fá mjög mikið af upplýsingum um fullt af stjórnendum landsins síðstu daga og ég man satt besta að segja ekki alveg allt.. En allavega veit ég að þeir sem byggðu allt sem við sáum í dag voru uppi á þeim tíma sem múslimar stjórnuðu.

Agra Fort er líklega ein öruggasta bygging í Agra – eða var. Í kringum hana var vatn með krókódílum, innan við það komu tveir veggir með smá bili á milli þar sem voru tígrisdýr, ef óvinurinn skildi komast í gengum það tók við hurð með risa göddum sem áttu að hindra fíla í að brjóta hana niður, ef það tækist þó var gangur þar sem auðvelt var að rúlla niður stórum steinum og hella yfir óvinina heitri olíu.. Það var samt aldrei brotist þangað inn þannig það reyndi aldrei á þetta.

Áður fyrr var Agra Fort fullt af litum, myndum, táknum, teppum, slæðum og allskonar gleði. Í dag er búið að eyðileggja mest af þessari litadýrð og eftir standa að mestu rauðir steinveggir. Þetta var mjög áhugaverður staður til að skoða og við vorum með rosa skemmtilegan leiðsögumann sem gerði þetta ennþá áhugaverðara. Agra Fort var til dæmis staðurinn sem Shah Jahan eyddi sínum síðust æviárum – sem fangi sonar síns – starandi á Taj Mahal þar sem ástin hans var grafinn.

Hádegismaturinn var líklega í minnst upphafi hjá mér hérna í Indlandi. Fórum á veitingastað sem sérhæfir sig í Suð-Indverskum réttum – og því miður engin nanbrauð.. En það voru samt alveg margir sem voru að fíla þetta vel.

Síðan fengum við loksins smá hvíld, alveg vel þegna eftir að hafa verið vakandi í um 9 tíma þó það væri bara rétt hádegi. Einhverjir skelltu sér í sundlaugina en Jökull svaf bara og ég naut þess að vera í loftræstingunni – það var rugl heitt í dag!

Seinni partinn fórum við og kíktum á Baby Taj – sem er eignlega minni útgáfa af Taj Mahal. Baby Taj var byggð einhverjum árum á undan stóra Taj og þaðan fékk KDKSL innblásturinn fyrir þessu stórkostlega grafhýsi sem hann lét byggja. Baby Taj var líka mjög fallegt, mikið af fallegum litum í marmaranum. Skemmtilegt að sjá þetta.

Í kvöld var það indverskt. Ótrúlegt en satt. Við Jökull erum eiginlega alveg komin á þá skoðun að við verðum að fara á matreiðslunámskeið hérna út! Indverskt er svo gott.. Sééérstaklega nan 😍

A morgun yfirgefum við svo Agra. Þessi ferð fer frekar hratt yfir allt en við sjáum líka allt það merkilegasta og okkur lýst frábærlega á þetta hingað til.

Ástarkveðjur heim, Gunnhildur (&Jökull)

image